Þraut


Þraut

Þraut - miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma býður upp á faglega og markvissa einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með vefjagigt og tengda sjúkdóma í þeim tilgangi að auka lífsgæði þess og færni til daglegra athafna. Starfsemi Þrautar felst í ítarlegu þverfaglegu greiningarferli, ráðgjöf og fræðslu til sjúklinga eða heilbrigðisstarfsmanna, endurhæfingarmeðferð og eftirfylgd. 

Markmið

  • Að veita sjúklingum með vefjagigt og tengda sjúkdóma sérfræðiþjónustu eins og hún best gerist í dag og þannig bæta lífsgæði sjúklinga og atvinnuþátttöku.
  • Auka þekkingu og skilning sjúklinga, heilbrigðisstarfsmanna og almennings á vefjagigt með öflugu fræðslustarfi.
  • Stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna til greiningar og meðferðar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma í þágu sjúklinganna og þjóðfélagsins alls.
  • Byggja upp og starfrækja rannsóknamiðstöð í vefjagigt og tengdum sjúkdómum á heimsmælikvarða.

Fréttir

Grunnámskeið í maí

Næsta námskeið um vefjagigt verður haldið dagana 19., 21., 26. og 28. maí 2015. Um…

Lesa meira

Grunnnámskeið

Grunnnámskeið

Næsta námskeið um vefjagigt verður haldið dagana 10., 12., 17. og19. mars 2015. Um er…

Lesa meira

Lotur

Lota 1-2

Lota 1. – 2. Verkir og verkjastjórn hefst 23. mars og stendur yfir í 3…

Lesa meira