Þraut


Þraut

Þraut - miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma býður upp á faglega og markvissa einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með vefjagigt og tengda sjúkdóma í þeim tilgangi að auka lífsgæði þess og færni til daglegra athafna. Starfsemi Þrautar felst í ítarlegu þverfaglegu greiningarferli, ráðgjöf og fræðslu til sjúklinga eða heilbrigðisstarfsmanna, endurhæfingarmeðferð og eftirfylgd. 

Markmið

  • Að veita sjúklingum með vefjagigt og tengda sjúkdóma sérfræðiþjónustu eins og hún best gerist í dag og þannig bæta lífsgæði sjúklinga og atvinnuþátttöku.
  • Auka þekkingu og skilning sjúklinga, heilbrigðisstarfsmanna og almennings á vefjagigt með öflugu fræðslustarfi.
  • Stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna til greiningar og meðferðar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma í þágu sjúklinganna og þjóðfélagsins alls.
  • Byggja upp og starfrækja rannsóknamiðstöð í vefjagigt og tengdum sjúkdómum á heimsmælikvarða.

Fréttir

Grunnámskeið í maí

Næsta námskeið um vefjagigt verður haldið dagana 19., 21., 26. og 28. maí 2015. Um…

Lesa meira

Grunnnámskeið

Grunnnámskeið í ágúst

Næsta námskeið um vefjagigt verður haldið dagana 25., 27. ágúst og 1. og 3. september…

Lesa meira

Lotur

Verkir og verkjastjórn

Verkjalota  -"Verkir og verkjastjórn"  verður haldin í Þraut ehf dagana 29. september, 2.,6., og 9. október…

Lesa meira