Þraut


Fréttir

Núvitund - Mindfulness námskeið

Núvitund - Mindfulness

Mindfullness (núvitund/görhygli) er vel rannsökuð hugleiðsluaðferð sem hefur sýnt sig að hjálpi þeim sem eru að glíma við streitu, verki, þunglyndi og kvíða. 
Margir einstaklingar með vefjagigt segja þessi námskeið hafa hjálpað þeim gífurlega við að takast á við einkenni vefjagigtarinnar. Þann 30. september verður haldið 8 vikna námskeið í núvitund í Þraut.

Núvitund er sú vitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi,á þessu augnabliki, að því sem er, eins og það er, án þess að dæma.

Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. 
Námskeiðið byggist á Mindfulness-Based Cognitive Therapy (MBCT) sem er ítarlega rannsökuð og gagnreynd meðferð fyrir endurteknu þunglyndi og hefur verið þróað yfir í úrræði fyrir margvíslega erfiðleika eins og streitu, kvíða, þreytu og verki. 
Notast verður við handbækur og geisladiska frá Velkomin í núið sem er styttri útgáfa af MBCT og er hugsað fyrir almenning til að takast á við streitu daglegs lífs.
Hver tími er 1 ½ klst. að lengd og mælt er með 10-40 mínútna heimavinnu á hverjum degi á meðan á námskeiðinu stendur.

Leiðbeinendur: Edda M Guðmundsdóttir, Anna D. Frostadóttir, 
Vala V Guðmundsdóttir og Margrét Bárðardóttir

 

Námskeið: Núvitund - Mindfulness hefst í Þraut þann 30 september n.k..

Hvenær: 30. september og stendur yfir í 8 vikur. Kennt verður á miðvikudögum frá kl. 16:00 - 17:30 

Hvar:  Þraut - Höfðabakka 9 - 110 Reykjavík

Verð: 49.000 kr. Innifalið í námskeiðsverði er geisladiskur með núvitundaræfingum og handbók.
 
Skráning í síma 555-7750 eða á netfangið sonja@thraut.is

Til baka