Þraut


Fréttir

Þraut - Fræðslumiðstöð

Um 20% fólks glímir við langvinna verki og aukið næmi í taugakerfinu, þessum hópi er hættara við að þróa með sér vefjagigt . Þraut ehf hefur nú komið á fót Þraut - Fræðslumiðstöð  sem býður upp á fræðslulotur um ýmsa heilsufarslega þætti með það að markmiði að auka þekkingu fólks og gefa því verkfæri til að bæta heilsu sína.

Þessi námskeið eru fyrir almenning sem vilja bæta heilsu sína, líðan og auka lífsgæðin.  Eftirfarandi námskeið eru nú í boði eða í farvatninu:

 

Verkir og verkjastjórn

Þreyta og orkusparandi aðgerðir

Núvitund fyrir fólk sem glímir við verki og þreytu

Streita og streitustjórn

Áhrif verkja og þreytu á kynlíf og sambönd.

Sjálfstraust og seigla

 

 Hægt er að skrá sig á námskeiðin í s. 5557750 eða á sonja@thraut.is

Til baka