Þraut


Fréttir

Vefjagigtarnámskeið janúar 2015

Næsta námskeið um vefjagigt verður haldið dagana 20., 22., 27. og 29. janúar 2015.

Um er að ræða 4ra daga fræðslunámskeið fyrir fyrir fólk með vefjagigt og aðstandendur þeirra, í húsnæði Þrautar að Höfðabakka 9. Fyrirlestrarnir fara fram frá kl. 16:30 - 18:30.

Fyrirlesarar: Arnór Víkingsson gigtarlæknir, Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur
og Eggert S. Birgisson sálfræðingur.

Dagskrá:
Þriðjudagur 20. janúar: Vefjagigt og skyldir sjúkdómsmynd, greining, orsakir ogmeðferð.

Fimmtudagur 22. janúar: Vefjagigt og skyldir sjúkdómar; fjölþættmeðferð, en einstaklingsmiðuð. Hvað hjálpar vefjagigtarsjúklingum

Þriðjudagur 27. janúar: Andleg heilsa vefjagigtarsjúklinga.

Fimmtudagur 29. janúar : Lyf í vefjagigt. Fræðsla og spjall fyrir aðstandendur.



Aðstandendur gegna mikilvægu hlutverki í lífi vefjagigtarsjúklinga mikilvægt er að þeir þekki hlutverk
sitt.

Verð: kr. 26.500.- og innifalið er gjald fyrir einn aðstandenda og námsgögn. Skráning í síma 5557750 eða með því að senda póst á thraut@thraut.is.

Til baka