Námskeið um vellíðan ásamt æfingum í núvitund og jóga nidra.
Námskeiðið verður haldið dagana 4., 11., 18. og 25. mars og 1. apríl 2020 (fimm skipti)
kl 17:00- 18:15
- Fræðsla um vellíðan út frá kenningum í jákvæðrar sálfræði.
- Kenndar æfingar til að auka vellíðan.
- Fræðsla um streitu m.a. muninn á bráðri og langvinnri streitu. Farið í einkenni og
orsakir langvinnrar streitu ásamt því hvernig hægt er að minnka hana. Hver og einn
skoðar sína helstu streituvalda.
- Núvitundaræfingar og jóga nidra.
Staðsetning: Höfðabakki 9, í húsnæði Þrautar – miðstöð vefjagigtar og sjúkraþjálfunarinnar Styrks.
Leiðbeinandi: Ingibjörg Eydís Ingimarsdóttir hjúkrunarfræðingur, markþjálfi, yoga nidra kennari með framhaldsmenntun frá Amrit institute og með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði.