Þraut


Eftir greiningu

Í niðurstöðuviðtali eru næstu skref ákveðin í samráði við skjólstæðing. Sé endurhæfing hjá Þraut ráðlögð getur verið ca. þriggja til sex mánaða biðtími eftir að endurhæfing hefst. Tilvalið er að nýta þann tíma til frekari undirbúnings.

Sá undirbúningur getur t.d. falist í:

  • Grunnnámskeiði um vefjagigt hjá Þraut ehf. með nánum aðstandanda.
  • Sjúkraþjálfun.
  • Lífstílsbreytingum, t.d. að bæta við hreyfingu eða laga til í mataræði.
  • Sálfræðimeðferð.
  • Lyfjameðferð.

Athugið að ekki hentar öllum að koma í endurhæfingu hjá Þraut og er þeim skjólstæðingum vísað í önnur viðeigandi úrræði, svo sem til Reykjalundar, NFLÍ, Hvítabandið eða annað.