Þraut


Undirbúningsferli

Áætlað er að a.m.k tveir mánuðir líði frá greiningu- og endurhæfingarmati þar til fólk byrjar í endurhæfingu hjá Þraut. Þennan tíma á að nota til að undirbúa viðkomandi fyrir endurhæfinguna svo að sem bestur árangur náist með henni. Markmið með undirbúningstímanum er meðal annars að fá fólk til að bæta lífstíl sinn svo sem að bæta svefnvenjur, bæta mataræði, byrja að hreyfa sig, hætta að reykja. Einnig á að nota þennan tíma til að meta þörf fyrir lyfjameðferð út frá einkennum og vandamálum hvers og eins.

Undirbúningsferli felst meðal annars í eftirfarandi:

1. Viðtal til að fara yfir niðurstöður greiningar- og endurhæfingarmats (verð; innifalið í greiningu og endurhæfingarmati).

2. Endurhæfingaráætlun/hvatningarviðtal þar sem farið er yfir lífsstílsaðgerðir m.a.
svefnbætandi aðgerðir, slökun/hugleiðslu, þjálfun, næringu, bætiefni og fleiri lífsstílsþætti sem hugsanlega geta bætt heilsu (verð; innifalið í greiningu og endurhæfingarmati).

3. Fræðslunámskeið fyrir fólk með vefjagigt og aðstandendur þeirra. Þetta námskeið er góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hug á að koma í endurhæfingu í Þraut og mjög mikilvægt fyrir þá sem ekki munu koma í endurhæfinguna. Verð; 26.500.- , aðstandendur greiða ekki fyrir þátttöku.

4. Önnur úrræði ákveðin eftir þörfum t.d.
Þjálfun og þjálfunaráætlun undir handleiðslu sjúkraþjálfara.
Sálfræðimeðferð
Sjúkraþjálfun
Lyfjameðferð