Þraut


Fréttir

Fyrirlestur um jákvæða sálfræði í Þraut

Nýlega héldu Þóra Árnadóttir og Gabríela Bryndís Ernudóttir fyrirlesturinn "Blómlegra líf með vefjagigt" í húsnæði Þrautar.

Þær kynntu hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði, þ.e. að skoða hvað gengur vel í lífi fólks og vinna út frá styrkleikum frekar en veikleikum. Einnig var rætt um mikilvægi þess að bæta líðan með því að auka jákvæðar tilfinningar og bjartsýni. Loks var fjallað um núvitund, hvaða hugmyndafræði liggur að baki núvitundaræfingum og áheyrendur leiddir í stutta hugleiðslu.

 

Mætingin var mjög góð og áhugi fólk á þessari hugmyndafræði greinilega mikill.

Í framhaldinu var stofnað hópurinn "Blómlegra líf" á Fésbók, þar sem ætlunin er að miðla fróðleik og kynna aðferðir til að auka vellíðan í daglegu lífi.

 

Þóra og Gabríela munu bjóða vefjagigtarfólki á tvær vinnustofur. Í vinnustofunum verður rætt nánar um ýmsar aðferðir sem rannsóknir sýna að geta aukið hamingju og vellíðan. Þátttakendur verða hvattir til að gera nokkur heimaverkefni - m.a. í núvitund og ýmsum jákvæðum inngripum - til að kanna hvernig þessar aðferðir gagnast í þeirra lífi.  Fyrri vinnustofan verður haldin mánudaginn 14. mars, kl 17-18:30, í húsnæði Þrautar og þá verður fjallað um styrkleika og samkennd. Seinni vinnustofan verður haldin fljótlega eftir páska.

Fyrirlesturinn og vinnustofurnar er hluti af lokaverkefni þeirra í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands.

 

Vinnustofurnar eru ætlaðar fólki með vefjagigt og eru ykkur að kostnaðarlausu - allir velkomnir.

Til baka