Þraut


Fréttir

Gleðilegt nýtt ár 2023

Nú  er Þraut að hefja sitt  12. starfsár þar sem við höfum að leiðarljósi að  bæta þekkingu, heilsu og lífsgæði  fólks sem til okkar leita. Ár hvert  koma um 240 manns í greiningu- og endurhæfingarmat og stór hluti þessa hóps kemur síðan í endurhæfingu. Ásókn í Þraut eykst jafnt og þétt sem hefur valdið því að biðlistinn lengist og lengist. Nú erum um 740 manns sem bíða eftir þjónustu hjá Þraut.

Hjá Þraut er boðið upp á grunnnámskeið um vefjagigt sem er einnig ætlað aðstandendum. Lengri endurhæfingarúrræði sem boðið er upp á er Morgunþraut  þar sem endurhæfing fer fram á 11 vikna tímabili og Síðdegisþraut sem fer fram síðdegis eins og nafnið bendir til og stendur yfir í 5- 6 mánuði.

Vefjagigt er krónískur verkjasjúkdómur sem læknast ekki með skurðaðgerð eða lyfjatöku. Markmið meðferðar er að hindra frekari versnun sjúkdómsins og jafnframt vinna markvisst að því að gera vefjagigtina betri frá einum tíma til annars.

Á Íslandi eru amk 1500 vefjagigtarsjúklingar með 75% örorku.

Vefjagigt er grafalvarlegt mál sem þarf að taka föstum tökum.

Það verður að stytta biðlista!

Þekking, hugvit, tæki og tól eru nú þegar til staðar innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Sérhæft vefjagigtarteymi er til staðar sem þarf á vilja og stuðningi heilbrigðisyfirvalda að halda.
Nýtt ár með nýjum áskorunum og von um að hægt sé að veita vefjagigtarfólki  rétta þjónustu á réttum tíma.

Nýárskveðja frá Þrautarteyminu

Til baka