Þraut


Fréttir

Þraut 2016

1. apríl 2016 verða 5 ár síðan Þraut gerði sinn fyrsta starfssamning við Sjúkratryggingar Íslands. Á þessum 5 árum hefur Þraut vaxið, þroskast og dafnað. Síðast liðið vor var húsnæði Þrautar stækkað til að bæta aðstöðu fyrir endurhæfinguna. 
Öll starfsemin er í stöðugri endurskoðun og á síðasta ári þá hófst nýtt og breytt endurhæfingarprógram. Endurhæfingarprógramið var stytt og einfaldað og fleiri fá nú endurhæfingu en áður. Fyrir þá sem eru með vægari einkenni vefjagigtar og geta ekki tekið þátt í endurhæfingarprógrami Þrautar eru fjölmörg  námskeið í boði og nú er hægt að fara í gegnum allan vefjagigtarskóla Þrautar í lotum.

Loturnar eru :

Verkir - Lausnarmiðuð fræðsla

Þreyta - Lausnarmiðuð fræðsla

Streita - Lausnarmiðuð fræðsla

Svefnlota

 

Auk þessarar fræðslulotna verða eftirfarandi námskeið í boði:

Vefjagigt - grunnnámsskeið

Núvitund - mindfulness - (hefst 3ja febrúar)

Kynlíf og verkjavandamál

Seigla og sjálfstraust

Iðraólga - starfrænar meltingartruflanir

Vefjagigtarnámskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk

 

Ekki eru komnar endanlegar dagsetningar á öll námskeiðin en þau verða sett hér inn á síðuna jafnóðum og dagsetningar hafa verið ákveðnar. Einnig er hægt að skrá sig á hjá Þraut og þá verður hringt um leið og dagsetning hefur verið ákveðin.

Til baka