Þraut


Fréttir

Þraut fær styrk frá Tækniþróunarsjóði

Á fundi sínum í desember ákvað Tækniþróunarsjóður að styrkja verkefni sem aðstandendur Þrautar hafa haft á prjónunum í nokkurn tíma. Verkefnið gengur út á að skapa vefsvæði til að miðla fræðslu um vefjagigt í stuttum fræðsluþáttum. Á vefsíðunni verður einnig sjálfsmat vegna vefjagigtar og langvinnra verkja og verkefni til að styðja fólk með vefjagigt til sjálfshjálpar. Markmiðið er að gera nauðsynlega fræðlu um sjúkdóminn aðgengilega sem flestum.
Verkefnið er styrkt til eins árs í senn en miðað er við að það taki um þrjú ár að fullgera vefsvæðið. Aðstandendur Þrautar eru þakklátir fyrir áhugann sem verkefnið hefur vakið og fyrir styrkinn sem gerir verkefnið að veruleika.
 

Til baka