Grunnnámskeið um vefjagigt verður haldið dagana 08.,10.,15. og 17. nóvember 2022
Um er að ræða 4ra daga fræðslunámskeið fyrir fyrir fólk með vefjagigt og aðstandendur þeirra, í húsnæði Þrautar að Höfðabakka 9. Einnig er hægt að taka námskeiðið sem vefnámskeið í gegnum Zoom. Fyrirlestrarnir fara fram frá kl. 16:30 - 18:30.
Fyrirlesarar: Arnór Víkingsson gigtarlæknir, Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur og Eggert S. Birgisson sálfræðingur.
Þriðjudagur 8. nóvember: Vefjagigt og skyldir sjúkdómsmynd, greining, orsakir og meðferð.
Fimmtudagur 10. nóvember: Vefjagigt og skyldir sjúkdómar; fjölþættmeðferð, en einstaklingsmiðuð. Hvað hjálpar vefjagigtarsjúklingum?
Þriðjudagur 15. nóvember: Andleg heilsa vefjagigtarsjúklinga.
Fimmtudagur 17. nóvember: Lyf í vefjagigt. Fræðsla og spjall fyrir aðstandendur.
Aðstandendur gegna mikilvægu hlutverki í lífi vefjagigtarsjúklinga og mikilvægt er að þeir þekki hlutverk sitt.
Verð: 42.000 kr- og innifalið er gjald fyrir einn aðstandenda og námsgögn. Skráning er hér að neðan. Nánari upplýsingar eru í síma 555-7750 eða á netfanginu www.thraut@thraut.is