Þraut


Verðskrá

Verðskrá fyrir þverfaglega greiningu og þverfaglega endurhæfingu er reiknuð í gagnagrunni Sjúkratrygginga Íslands en hún er samkvæmt nýjum samningi sem tók gildi 1.febrúar síðastliðinn.

Við ákvörðun á greiðsluþátttöku einstaklings er tekið tillit til stöðu í byrjun mánaðar og það sem greitt er fyrir heilbrigðisþjónustu í þeim mánuði. Ef þessar samanlögðu greiðslur eru lægri en 31.150 kr. (20.767 kr. fyrir lífeyrisþega og börn) tekur einstaklingurinn þátt í kostnaðinum þar til þeirri fjárhæð er náð. Þetta þýðir að einstaklingar, aðrir en lífeyrisþegar og börn, greiða aldrei hærra gjald en 31.150 kr. í mánuði. Þegar þeirri hámarksgreiðslu er náð greiða þeir allt að 5.192 kr. á mánuði að jafnaði.  

Lífeyrisþegar greiða aldrei hærra gjald en 20.767 kr. í mánuði. Þegar þeirri hámarksgreiðslu er náð greiða þeir allt að 5.192 kr. á mánuði að jafnaði. Áunninn réttindi einstaklinga fyrnast ekki við áramót.

Greiðsluþátttaka einstaklinga er reiknuð í gagnagrunni sem Sjúkratryggingar Íslands starfrækja. Einnig er hægt að skoða eigin stöðu hjá Sjúkratryggingum Íslands inni á "Mínum síðum".

Sjá á:

http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/greidsluthatttaka/almennt/