Þraut


Markmið Þrautar

* Að veita sjúklingum með vefjagigt og tengda sjúkdóma sérfræðiþjónustu eins og hún best gerist í dag og þannig bæta lífsgæði sjúklinga og atvinnuþátttöku.

* Auka þekkingu og skilning sjúklinga, heilbrigðisstarfsmanna og almennings á vefjagigt með öflugu fræðslustarfi.

Stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna til greiningar og meðferðar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma í þágu sjúklinganna og þjóðfélagsins alls.

* Byggja upp og starfrækja rannsóknamiðstöð í vefjagigt og tengdum sjúkdómum á heimsmælikvarða.