Þraut


Endurhæfing

Hvernig er hægt að komast í endurhæfingu hjá Þraut?

Byrja verður á að sækja um greiningu- og endurhæfingarmat hjá Þraut ( heimilislæknir sendir inn umsókn). Þar er einstaklingurinn kortlagður og lagt mat á hvaða meðferðar er þörf og endurhæfing hjá Þraut er oft einn valkostur.
Biðtími eftir endurhæfingu frá því að greining- og mat fer fram getur verið frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. Þann tíma á að nýta í undirbúning (sjá hlekk hér að neðan) þannig að viðkomandi hafi tekið á lífsstílsþáttum og sé í stakk búinn til að stunda endurhæfingu daglega á meðan endurhæfingu stendur.

Endurhæfing fer fram í lotum og inniheldur fullt endurhæfingarprógram alls 6 lotur sem innihalda helstu meðferðarþætti sem byggðir eru á vísindalegum grunni.

Fyrstu 5 loturnar fara fram á 5 vikna tímabili en síðan er 6. lotan kennd 5 – 6 vikum síðar. Einstaklingar sem taka þátt í fullu endurhæfingarprógrami verða að vera frá vinnu á meðan á lotunum stendur en geta horfið til fyrri starfa í hléi á milli lotna. Einnig er hægt er að taka þátt í einni eða fleiri endurhæfingarlotum.

Ítarlegri upplýsingar er hægt að finna hér undir hlekknum Endurhæfing - dagskrá.  

Stundartafla endurhæfingar