Þraut


Fréttir

Alþjóðlegur vitundardagur vefjagigtar 2017

12. maí er „alþjóðadagur vefjagigtar“, „National Fibromyalgia Awareness Day“, og að því tilefni eru fjölbreyttar uppákomur haldnar víða um veröld. Markmið með alþjóðadegi vefjagigtar er að vekja athygli og auka skilning á vefjagigt og síþreytu sem hrjáir 3-5% fólks um allan heim. Tökum til fyrirmyndar þetta alþjóðaafl og fetum þeirra veg til að almennur skilningur á vefjagigt megi aukast.


Fjólubláa slaufan er tákn vefjagigtar. 

Fagnaðu - Notaðu daginn í dag til að skoða alla sigra sem þú hefur unnið, hindranir sem þú hefur yfirstigið. Hrósaðu þér fyrir árangurinn og láttu aðra vita af honum það hjálpar bæði þér og öðrum  [grin]

Munum - Að það að lifa með langvinnum sjúkdómi eins og vefjagigt fylgir mikill missir. Berum virðingur fyrir öllu þessu fólki sem glímir við vefjagigt, síþreytu og langvinna útbreidda verki.

Höldum áfram að berjast - Alþjóðlegur vitundardagur vefjagigtar hvetur fólk um allan heim að berjast fyrir bættri þekkingu og bættum meðferðarúrræðum fyrir vefjagigt sem tekur svo stóran toll af heilsu fólks.

Í tenglunu hér að neðan má finna upplýsingar um alþjóðadag vefjagigtar. 

https://www.nationaldaycalendar.com/national-fibromyalgia-awareness-day-may-12/

Til baka