Þraut


Fréttir

Alþjóðlegur vitundardagur vefjagigtar og síþreytu

12. maí er alþjóðlegur vitundardagur vefjagigtar og síþreytu ( ME, CFS). Milljónir manna um heim allan munu halda viðburði og annað til að auka vitund um þennan ósýnilega og skaðlega sjúkdóm.

Ef þú ert með vefjagigt þá er þetta  góður dagur  til að deila þinni sögu og auka vitund og þekkingu fólks á alvarleika þessa sjúkdóms. Að minna á mikilvægi þess að þekkja einkenni vefjagigtar þegar hún er í þróun þannig að hægt sé að bregðast við þróun sjúkdómsins á fyrstu stigum. Því miður er það ekki raunin í dag því flestir sem fá loks staðfesta vefjagigtargreiningu eru komnir með sjúkdóm á illvígu stigi og þrek og þor viðkomandi þorrið.

 

Rauð flögg um að vefjagigt er í uppsiglingu eru:

 

* Að hvílast ekki vel í svefni

* Aukin þreyta og skert úthald

* Verkir í ýmsu formi: Viðvarandi staðbundnir verkir, hlaupandi verkir, magaverkir, höfuðverkir, andlits- og kjálkaverkir

* Aukin streituviðbrögð: Hraður hjartsláttur, hjartsláttarköst, aukin svitamyndun, vöðvakippir ofl.

 

Einkenni vefjagigtar eru mjög fjölþætt og breytileg milli einstaklinga.

 

Þróun vefjagigtar getur byrjað á hvaða aldri sem er jafnvel hjá börnum.

 

Því fyrr sem gripið er inn í með viðeigandi meðferðarúrræðum og fræðslu því meiri árangur næst.

 

Verum meðvituð um vefjuna grin það getur breytt miklu.

 

Deildu sögunni þinni: Þú getur skrifað hana og sent á þá sem þú vilt að skilji hvernig líf þitt er vegna vefjagigtar. Deildu einkennunum og baráttunni þinni - láttu fólk vita að markmið þitt er að vekja athygli.

 

 

12. maí dagur vefjagigtar og síþreytu

Til baka