Þraut


Fréttir

Endurhæfingarhópur fyrir ungmenni með vefjagigt

Síðan Þraut ehf hóf starfsemi sína fyrir um 6 árum síðan hefur orðið geysileg vitundarvakning varðandi snemmgreiningu á sjúkdómnum. Þraut fær nú í vaxandi mæli til sín í greiningar einstaklinga undir tvítugu. Og til að mæta þörfum svo ungra einstaklinga hvað varðar  fræðslu og endurhæfingu þá er Þraut nú að fara af stað með endurhæfingarhóp fyrir ungmenni  í fyrsta skipti.

Endurhæfingunni er skipt upp í styttri lotur en er í hefðbundinni endurhæfingu í Þraut og hópnum verður fylgt eftir í lengri tíma.

Grunnþættir endurhæfingarinnar verða fræðsla, hugræn atferlismeðferð, líkamsþjálfun, markmiðssetning og slökun. Markmiðið er að hver og einn læri um sjúkdóminn, læri að þekkja sjálfan sig og sín mörk og verði sérfræðingur í eigin sjúkdómi og leiðum til bættrar heilsu.


Þraut hlakkar til að fylgja þessum hóp eftir

Til baka