Þraut


Fréttir

IÐJUÞJÁLFI ÓSKAST TIL STARFA HJÁ ÞRAUT

Þraut - miðstöð vefjagigtar leitar eftir iðjuþjálfa til að hafa umsjón með endurhæfingarúrræði fyrir einstaklinga með langvinna verki. Starfið er fjölbreytt og býður upp á áhugavert þróunarstarf við að hjálpa fólki til heilsu þar sem viðmót skjólstæðinga einkennist af jákvæðni og þakklæti.

Iðjuþjálfinn verður einnig tengiliður Þrautar við Virk starfsendurhæfingarsjóð og heilsugæslu. Miðað er við 60% til 80% starfshlutfall með sveigjanlegum vinnutíma. Iðjuþjálfinnn verður annar af tveimur umsjónaraðilum endurhæfingar hjá Þraut sem starfa náið saman. Í þverfaglegu teymi Þrautar starfa jafnframt læknir, sjúkraþjálfari, sálfræðingur og hjúkrunarfræðingur.

Starfið er laust frá 15. september. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf ekki síðar en í byrjun í desember.

Æskilegir kostir umsækjanda: Sjálfstæði í vinnubrögðum, áhugi á að vinna í þverfaglegu teymi, áhugi á að hjálpa fólki til aukinnar virkni í vinnu og einkalífi.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Þrautar www.thraut.is.

Arnór Víkingsson forstöðulæknir Þrautar svarar fyrirspurnum um starfið.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2023.

Umsóknir sendist til thraut@thraut.is eða Þraut ehf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.

Til baka