Þraut


Fréttir

Spornum gegn þróunn krónískra verkja

Það liggja nú þegar fyrir vísindalegar upplýsingar um hvernig hægt sé að skima fyrir einstaklingum sem eru útsettir fyrir að þróa króníska verki og hvaða íhlutanir geta dregið úr eða spornað gegn þeirri þróun. Hugsið ykkur hvað hægt er að spara með því !!!

(-Pain specific -(e.g. early identification and intervention to prevent acute to chronic pain transition)

Hlutfall þeirra sem kljálst við króníska verki fer hratt vaxandi. Tölur þar að lútandi eru meðal annarra að tíðni krónískra verkja meðal Bandaríkamanna eldri en 51 árs var 27% árið 1998 en árið 2010 var hlutfallið komið upp í 37%.Á sama tíma hefur fjármagni sem eytt er í meðferð krónóskra verkja aukist, jafnvel meira en í hlutfalli við aukinn fjölda, en með talsvert minni árangri en áður.

Af hverju?

Meiru og meiru fé er varið í bráðan og krónískan vanda en ekki í fyrirbyggjandi aðgerðir. Í dag höfum við allgóða þekkingu á hvernig sé hægt að bregðast við fyrr og draga úr eða jafnvel koma í veg fyrir á krónískir verkir þróist. Helsta hindrun í að hægt sé að koma forvörnum í framkvæmd eru pólítískar hindranir - það nást einfaldlega ekki samningar um fyrirbyggjandi heilbrigðisúrræði. Þessi vandi er alþjóðlegur.

Hugsið ykkur að ár hvert eru birtar 2.5 milljónir vísindagreina og margar þeirra ná varla sjónum fleiri en höfunda og ritstjóra tímarita. Það er nóg af fjármagni  sem fæst til vísindarannsókna en lítið fjármagn til að koma nýrri vísindalegri þekkingu á framfæri til almennigs og heilbrigðiskerfisins. Þannig tekur það um 17 ár að meðaltali fyrir niðurstöður vísindarannsóknanna að skilast inn í heilbrigðiskerfið. Þarna er kemur aftur að sjórnvöldum, þeir veita ekki fjármagni í markaðssetningu upplýsinga þó að þær skipti sköpum fyrir heilsu og vellíðan þegnanna.

Af öllum heilbrigðisvanda heimsins þá  vega stoðkerfisverki 21,3% og andleg veikindi 23.2%. Hvað sýna þessar tölur okkur? Risastóran vanda sem bara fer vaxandi með hækkandi aldri þjóða. En góðu fréttirnar eru að það er hægt að draga  talsvert úr tíðni krónískra stoðkerfisverkja og mjög líklega andlegra sjúkdóma líka með fyrirbyggjandi aðgerðum. Ein mikilvægasta forvörnin er að skima fyrir einstaklingum sem er hættara við að þróa upp króníska verki.  Það eru margir undirliggjandi þættir, sem eru sameiginlegir hjá þeim fólki sem er í áhættu fyrir að þróa upp króníska verki, sem hægt er að skima fyrir.

Tökum eitt dæmi:
Um 20% þeirra sem fá hálshnykksáverka þróa langvinna útbreidda verki og hluti þeirra uppfylla síðar vefjagigtargreiningu. Ef skimað væri strax í upphafi fyrir áhættuþáttum fyrir þróun krónískraverkja  hjá öllum sem lenda í slíkum áverkum þá væri hægt að grípa strax inn í með  fyrirbyggjandi úrræðum. Fræðsla spilar þar stærst en sálfræðimeðferð, svefnbætandi aðgerðir, leiðbeiningar varðandi þjálfun og daglegar athafnir einnig.

Haldbærar upplýsingar um hverjir eru í meiri hættu að þróa langvinna verki liggja fyrir - En hver hafa viðbrögð stjórnvalda verið á alþjóðavísu?

* Engin

* Enn er aðal fókusinn á “The big four” - Hjartasjúkdóma - Króníska lungnasjúkdóma - Sykursýki - Krabbamein.

*  Áframhaldandi fókus er á sjúkdóma sem hugsanlega geta leitt til dauða þrátt fyrir að upplýsingar liggi fyrir um að þeir sjúkdómar vegi ekki jafnþungt í sjúkdómabirgði þjóða samanborðið við stoðkerfis- og geðsjúkdóma.

Hljómar það ekki vel að Íslendingar verði sporgöngumenn í að breyta þessum áherslum með því að leggja ríka áherslu á fyrirbyggjandi aðerðir. 

 

Höfundur:
Sigrún Baldursdóttir, ​sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingu

Til baka